Skólinn

Teikning af Fjólu og samnemendum hennar ásamt tveimur kennurum.

Melaskóli er heildstæður grunnskóli þar sem starfa um 500 nemendur í 1. – 7. bekk og um 80 starfsmenn. Stefna Melaskóla er að vera árangursríkur skóli sem byggir á traustum grunni þar sem gleði og umburðarlyndi, kurteisi og jákvæður agi einkennir starfsumhverfið.

Einkunnarorð skólans eru: Vellíðan, samvinna, metnaður og sköpunargleði

Nám og velferð nemenda er ætíð sett í öndvegi. Vellíðan, samvinna, metnaður og sköpunargleði eru þau gildi sem höfð eru að leiðarljósi í daglegu starfi. Skólinn leggur mikla áherslu á gott og öflugt samstarf við fjölskyldur skólans.

Frístundaheimið Selið er fyrir börn í 1.-2. bekk í Melaskóla og Frostheimar fyrir börn í 3.-4. bekk. Félagsmiðstöðin Frosti tekur við nemendum Melaskóla úr 5.-7. bekk.

Meira um Melaskóla

Skólastarfið

Starfsáætlun

Hvað er framundan í Melaskóla? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars stefnu skólans fyrir síðasta ár, skipulag kennslu og ótalmargt fleira. 

Skólanámskrá

Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Melaskóla? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í námi og starfi. 

  • Skoða skólanámskrá

Skólaráð

Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans.

Skólaráð Melaskóla:
Fulltrúar kennara: Monika Jónsdóttir og Ingibjörg Gunnarsdóttir  
Fulltrúi annars starfsfólks: Karl Eiríksson
Fulltrúar nemenda: Hlynur Vald. Kristbjargarson og Málfríður Sólnes Friðriksdóttir
Fulltrúar foreldra: Patricia Anna Þormar og Katrín Smári Ólafsdóttir 
Fulltrúi grenndarsamfélagsins: Martin Swift  
Áheyrnafulltrúi: Formaður FORMEL Bjarni Magnusson 

Fundargerðir:
Fyrsti fundur 16. október 2024

Matur í grunnskólum

Skólamáltíðir eru gjaldfrjálsar veturinn 2024-2025 en mikilvægt er fyrir skólann að hafa áfram yfirsýn, halda utan um upplýsingar um ofnæmi og óþol og takmarka matarsóun. Því þarf eins og áður að skrá nemendur í mataráskrift.

Þeir nemendur sem voru skráðir í fyrra verða sjálfkrafa skráðir í áskrift en aðrir þurfa að skrá sig. Breyting á skráningu fer fram á matur.vala.is.

Teikning af Fjólu að borða mat í skólanum

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn.

 

Í skólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi.

 

Foreldrafélag  er starfrækt í öllum skólum Reykjavíkurborgar. 

Teikning af Fjólu á leið í skólann ásamt fleiri nemendum og foreldrum

Skólaráð

Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Meginhlutverk skólaráðs að vera vettvangur fyrir alla fulltrúa skólasamfélagsins til að eiga samráð um málefni skólans.

Mat á skólastarfi

Markmið mats og eftirlits með gæðum starfsins er m.a. að veita upplýsingar um skólastarfið, árangur þess og þróun.

Skólahverfi Melaskóla

Í Reykjavík eru mörg skólahverfi og lögheimili barnsins ræður því í hvaða hverfisskóla það fer.

 

Barnið þitt hefur forgang í sinn hverfisskóla. Engu að síður eiga allir foreldrar kost á að sækja um skóla fyrir börn sín hvar sem er í borginni samkvæmt reglum um skólahverfi, umsókn og innritun. 

 

Hér finnur þú upplýsingar um hvaða götur tilheyra skólahverfi Melaskóla.