Svakalega lestrarkeppnin 2025

Svakalega_lestrarkeppnin

Melaskóli tekur þátt í Svakalegu lestrarkeppninni 2025!

Allir skólar á landinu geta tekið þátt og keppa um það hver les mest á tímabilinu 15. september til 15. október.

Skólinn sem les í flestar mínútur sigrar keppnina og hreppir titilinn Svakalegasti lestrarskóli landsins ásamt því að fá glæsileg bókaverðlaun. Að auki fær sá skóli sem les mest í sínum landshluta sérstaka viðurkenningu. 
Sigurvegari keppninnar er tilkynntur á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, í sjónvarpsþættinum Málæði sem sýndur er á RÚV.

Melaskóli hvetur foreldra og alla þá sem koma að nemendum okkar að hvetja til lesturs. 

Lestur er bestur!