Kynningarfundur 1. bekkjar

Melaskóli

Mánudaginn 29. september kl. 15:00 fer fram kynningarfundur fyrir foreldra og forsjáraðila nemenda í 1. bekk. Við hittumst á hátíðarsal skólans á þriðju hæði í Gamla skóla. Eftir kynningu fara foreldrar í heimastofu barna sinna með umsjónarkennara þar sem gefst tækifæri til að kynnast og skipuleggja foreldrasamstarf. Við gerum ráð fyrir að kynningin ásamt samveru með umsjónarkennara taki um eina og hálfa klukkustund. 

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.