Aðventuopnun á bókasafninu
Á fimmtudögum í desember verður bókasafn Melaskóla opið til kl. 18:00. Verið velkomin að kíkja á bókasafnið ásamt börnum ykkar, eiga notalega stund og fá lánaðar bækur heim. Vonandi sjáum við ykkur sem flest á bókasafninu í desember!
Þessa frétt prýðir mynd af fallegum hnetti sem foreldrafélag Melaskóla færði skólanum nýverið. Takk kærlega fyrir!