Rýmingaræfing

Rymingaraefing_h2025

Í dag fór fram rýmingaræfing í Melaskóla. Þrátt fyrir frost og snjó gekk æfingin vel og skólinn var rýmdur á örfáum mínútum. Nemendur stóðu sig langflestir vel, fóru eftir fyrirmælum og sýndu yfirvegun. 

Árleg rýmingaræfing er mikilvægur þáttur í öryggisfræðslu nemenda. Mikilvægt er að æfa rétt viðbrögð og tryggja að allir séu meðvitaðir um hvað beri að gera ef brunakerfið fer í gang.