20. desember

Jólakvedja

20. desember er síðasti skóladagur fyrir jólafrí og þá höldum við litlu jólin. 

Nemendum er velkomið að koma með sparinesti og við dönsum í kringum jólatréð. 
Við mælum með smákökum eða mandarínu í sparinesti en ekki er leyfilegt að koma með gos, nammi eða snakk. 

Athugið að 20. desember er skertur skóladagur.
Skóladagurinn hefst 8:30 og lýkur hjá öllum nemendum skólans kl. 12:00.  
Skólabíllinn sækir þá nemendur sem njóta þeirrar þjónustu þegar skóla lýkur. 

Selið og Frostheimar taka við nemendum kl. 13:40.  

Að lokum viljum við þakka ykkur kærlega fyrir samvinnuna á þessum mánuðum sem liðnir eru af skólaárinu. Það er gott að vera í góðu samstarfi og finna fyrir þeirri hlýju og þeim metnaði sem þið deilið með okkur. Saman gerum við Melaskóla að eins góðum skóla og kostur er. 

Skóli hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 6. janúar.